30. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. desember 2013 kl. 17:03


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 17:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 17:02
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 17:02
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 17:03
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 17:03
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 17:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir KG, kl. 17:03
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 17:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir ÁsmD, kl. 17:03

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 17:03
Breytingartillaga við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013 um að heimila að endurgreiða virðisaukaskatt af sérhæfðum íþróttabúnaði fyrir fatlaða íþróttamenn var lögð fram til afgreiðslu. Samþykkir voru allir viðstaddir nefndarmenn: Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný Harðardóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson.

2) 1. mál - fjárlög 2014 Kl. 17:09
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Hafsteinn S. Hafsteinsson. Farið var yfir breytingartillögu við 6. grein frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

3) Önnur mál Kl. 17:35
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 17:40
Fundargerðina samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Haraldur Benediktsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson.

Fundi slitið kl. 17:45